| |
Fréttatilkynning.
Innanfélagsmót Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga
Innanfélagsmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga var haldið laugardaginn 5.
september með þátttöku átta keppenda, einni konu og sjö körlum.
Róið var frá Bolungarvík á tveimur bátum aðallega á veiðislóð á Eldeyjarhryggnum
í mynni Ísafjarðardjúps, Ritnum og Aðalvíkinni og veitt frá kl. 8.00 til kl.
14.00. Mótið tókst í alla staði vel og gott veður allan veiðitímann. Í mótinu
tóku þátt tveir nýliðar.
Alls veiddust 336 fiskar sem vógu tæp 700 kg. Fimm tegundir veiddust; þorskur,
ufsi, ýsa, sandkoli og karfi.
Í einstaklingskeppninni sigraði Þorgils Gunnarsson með 162 kg. Í öðru sæti varð
Þórir Sveinsson með 127 kg. og í þriðja sæti Þórarinn Jóhannesson með 105 kg.
Stærsta fisk mótsins veiddi Guðrún Steingrímsdóttir, þorsk sem vóg 9,735 kg.
Flestar tegundir veiddi Guðrún Steingrímsdóttir eða fjórar; þorsk, ýsu, ufsa og
karfa. Tveir aðrir keppendur veiddu fjórar tegundir og réði meðalþyngd úrslitum.
Aflahæsti skipstjórinn varð Sigurður Hálfdánarsson og áhöfn hans á Snjólfi með
472 kg. eða 109 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í öðru sæti varð Björn
Sveinsson og áhöfn hans á Ásdísi með 225 kg. eða 54 kg. að meðaltali á
veiðistöngina.
Stjórn Sjóís.
7. september 2009.
|