Fréttatilkynning.

Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga

Tvö Sjóís-met voru slegin í aðalmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga sem haldið var haldið föstudaginn 4. júlí og laugardaginn 5. júlí 2008 með þátttöku 30 keppenda, 6 konum og 24 körlum, frá sex félögum.

Mótið er eitt af átta mótum á vegum Sjól, Landssamtaka sjóstangaveiðifélaga, þar sem keppt er til Íslandsmeistaratignar í karla- og kvennaflokki og var mótið það fimmta í röðinni á árinu. Róið var frá Bolungarvík á níu bátum aðallega á veiðislóð undir Deildinni, Ritnum, Aðalvíkinni og undan Súgandafirði og Önundarfirði. Fyrri daginn var veitt frá kl. 6.00 til kl. 14.00 en seinni daginn frá kl. 6.00 til kl. 13.00.
Alls veiddust 9.584 fiskar sem vógu 16.732 kg. eða 558 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Tíu tegundir veiddust; þorskur, ufsi, ýsa, karfi, steinbítur, sandkoli, lúða, lýsa, marhnútur og makríll.
Tvö Sjóís tegundarmet voru slegin í mótinu. Þorskur sem vóg 24,780 kg. veiðimaður Friðrik J. Hjartar, Sjósnæ og makríll 0,473 kg. veiðimaður Guðrún Jóhannesdóttir, Sjóak og er það í fyrsta sinn sem makríll veiðist í móti Sjóís.

Blönduð sveit frá Sjóak og Sjósnæ sigraði í sveitarkeppni kvenna með 2.016 kg. Önnur varð sveit frá Sjósigl með 1.980 kg. Í karlaflokki sigraði sveit frá Sjósigl með 2.018 kg. Í öðru sæti varð sveit frá Sjóak með 1.876 kg. og í þriðja sæti sveit frá Sjór með 1.767 kg.

Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Guðrún Jóhannesdóttir, Sjóak með 747 kg. Í öðru sæti varð Una Kristín Árnadóttir, Sjósigl með 712 kg. og í þriðja sæti Sigfríð Ó. Valdimarsdóttir, Sjóak með 650 kg.
Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur Svavarsson, Sjór með 805 kg. Í öðru sæti varð Björn Sverrisson, Sjósigl með 777 kg. og í þriðja sæti Sævar Guðjónsson, Sjósigl með 729 kg.
Aflahæsti heimamaðurinn varð Þórir Sveinsson með 659 kg.

Aflahæsti skipstjórinn varð Halldór Sverrisson og áhöfn hans á Pésa halta með 2.201 kg. eða 734 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í öðru sæti varð Páll Guðjónsson og áhöfn hans á Þórey með 2.117 kg. eða 706 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í þriðja sæti varð Birkir Einarsson og áhöfn hans á Blossa með 2.611 kg. eða 653 kg. að meðaltali á veiðistöngina.


Stjórn Sjóís.
6. júlí 2008.