Fréttatilkynning.

Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga

Tvö Sjóís-met voru slegin í aðalmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga sem haldið var haldið föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí 2007 með þátttöku 27 keppenda, 6 konum og 21 karli, frá sjö félögum.

Mótið er eitt af átta mótum á vegum Sjól, Landssamtaka sjóstangaveiðifélaga, þar sem keppt er til Íslandsmeistaratignar í karla- og kvennaflokki og var mótið það fimmta í röðinni á árinu. Róið var frá Bolungarvík á átta bátum aðallega á veiðislóð undir Stigahlíðinni, Deildinni, Ritnum og Aðalvíkinni. Fyrri daginn var veitt frá kl. 6.00 til kl. 14.00 en seinni daginn frá kl. 6.00 til kl. 13.00.
Alls veiddust 5.324 fiskar sem vógu 9.139,05 kg. eða 351,50 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Níu tegundir veiddust; þorskur, ufsi, ýsa, karfi, steinbítur, sandkoli, rauðspretta, lýsa og marhnútur.
Tvö Sjóís tegundarmet voru slegin í mótinu. Ýsa sem vóg 4,200 kg. veiðimaður Erlendur Guðjónsson, Sjór og marhnútur 0,543 kg. veiðimaður Guðrún Jóhannesdóttir, Sjóak.

Blönduð sveit frá Sjóak og Sjósigl sigraði í sveitarkeppni kvenna með 1.243 kg. Önnur varð sveit frá Sjóak með 878 kg. Í karlaflokki sigraði sveit frá Sjór með 1.509 kg. Í öðru sæti varð sveit frá Sjósigl með 1.319 kg. og í þriðja sæti blönduð sveit frá Sjóak og Sjóskip með 1.053 kg.

Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Guðrún Jóhannesdóttir, Sjóak með 602 kg. Í öðru sæti varð Sigríður Rögnvaldsdóttir, Sjósigl með 369 kg. og í þriðja sæti Sigfríð Ó. Valdimarsdóttir, Sjóak með 324 kg.
Í einstaklingskeppni karla sigraði Einar Kristinsson, Sjór með 592 kg. Í öðru sæti varð Þórarinn Magnússon, Sjósigl með 566 kg. og í þriðja sæti Árni Halldórsson, Sjóak með 517 kg.
Aflahæsti heimamaðurinn varð Þórir Sveinsson með 383 kg.

Aflahæsti skipstjórinn varð Sigurður Hjartarson og áhöfn hans á Sjófugli með 1.761 kg. eða 587 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í öðru sæti varð Guðmundur Einarsson og áhöfn hans á Ásdísi með 1.189 kg. eða 396 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í þriðja sæti varð Sigurður Hálfdánarson og áhöfn hans á Snjólfi með 1.065 kg. eða 332 kg. að meðaltali á veiðistöngina.


Stjórn Sjóís.
9. júlí 2007.