Fréttatilkynning.

Innanfélagsmót Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga

Eitt Sjóís-met var slegið í innanfélagsmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga sem haldið var haldið laugardaginn 23. ágúst 2008 með þátttöku 13 keppenda, 4 konum og 9 körlum.

Róið var frá Bolungarvík á þremur bátum aðallega á veiðislóð undir Deildinni, Ritnum, Aðalvíkinni og undan Barðanum og veitt frá kl. 8.00 til kl. 14.00. Mótið tókst í alla staði vel og gott veður allan veiðitímann. Í mótinu tóku þátt sex nýliðar.

Alls veiddust 660 fiskar sem vógu 1.189 kg. Sex tegundir veiddust; þorskur, ufsi, ýsa, sandkoli, lýsa og makríll.
Eitt Sjóís tegundarmet var slegið í mótinu makríll 0,665 kg. veiðimaður Birgir Jóhannsson og er það í annað sinn sem makríll veiðist í móti Sjóís.

Í einstaklingskeppninni sigraði Þorgils Gunnarsson með 141 kg. Í öðru sæti varð Sigríður Kjartansdóttir með 134 kg. og í þriðja sæti Eiríkur G. Johansson með 122 kg.

Stærsta fisk mótsins veiddi Þorgils Gunnarsson, þorsk sem vóg 16,940 kg. Flestar tegundir veiddi Birgir Jóhannsson eða fjórar; þorsk, ýsu, ufsa og makríl.

Aflahæsti skipstjórinn varð Sveinn Jónsson og áhöfn hans á Bjarna Egils með 532 kg. eða 106 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í öðru sæti varð Sigurður Hálfdánarson og áhöfn hans á Snjólfi með 356 kg. eða 89 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í þriðja sæti varð Guðmundur Jakobsson og áhöfn hans á Neista með 300 kg. eða 75 kg. að meðaltali á veiðistöngina.


Stjórn Sjóís.
26. ágúst 2008.