sjois.jpg (27711 bytes)


Skýrsla stjórnar SJÓÍS fyrir starfsáriđ 2004

Ágćtu félagar!

Ađalfundur fyrir starfsáriđ 2003 var haldinn 20. maí 2004 og voru eftirtaldir kosnir í stjórn:

Stjórn og nefndir
Í stjórn: Ţórir Sveinsson, formađur
Hávarđur Bernharđsson, ritari
Sigríđur Jóhannsdóttir, gjaldkeri.
Í varastjórn: Oddur Bjarnason
Skođunarmenn reikninga: Jósefína Gísladóttir og Úlfar Ágústsson.

Starf stjórnar og félagsstarfiđ
Alls voru haldnir sex fundir í stjórn og í mótsstjórn á síđasta starfsári. Meginstarf stjórnarinnar var ađ skipuleggja ađalmót sumarsins sem var haldiđ fyrstu helgina í júlí og innanfélagsmótiđ í júní. Sérstaklega verđur fjallađ um mótin síđar í ţessari skýrslu. Félagatala í Sjóís var viđ síđustu skráningu í byrjun apríl 2005 alls 28 félagar.
Sjóís tekur virkan ţátt í starfsemi Landssamtaka sjóstangaveiđifélaga og er formađur Sjóís núverandi ritari Sjól kosinn til eins árs.
Ţann 5. nóvember 2004 bauđ félagiđ félögum í Sjóís, skipstjórum og mökum ţeirra til hátíđarkvöldverđar ađ Hótel Ísafirđi í tilefni ţess ađ Sjóís varđ 20 ára ţann 7. nóvember ţađ ár. Ađ öđru leyti var starfiđ međ hefđbundnu sniđi.

Mót 2004 og ţátttaka Sjóís-félaga
Ađalmótin átta á vegum Sjól, Landssambands sjóstangaveiđimanna, voru frá Grundarfirđi, Vestmannaeyjum, Neskaupstađ, Akranesi, Bolungarvík, Ólafsvík, Siglufirđi og Dalvík. Alls tóku 203 einstaklingar, 52 konur og 151 karl, ţátt í mótum Sjól sumariđ 2004. Róiđ var á 127 bátum og voru keppendur alls 447 sem ţýđir ađ hver einstaklingur hefur tekiđ ţátt í rúmlega tveimur mótum. Tćp 195 tonn veiddust og voru taldir 106.340 fiskar. Eins og áriđ áđur (2003) var aflinn meiri ađ tonnum taliđ og aflanum öllum landađ óslćgđum. Međalafli á stöng í móti var 435,5 kg. boriđ saman viđ 409,7 kg. áriđ á undan og 1.533 kg. á bát en 1.442 kg. áriđ 2003.

Félagar í Sjóís kepptu á öllum mótum Sjól og var fjöldi og afli eftirfarandi:

Keppnisstađur félag dags. fj. frá Sjóís

afli kg.

fiskar
Grundarfjörđur Sjór 14.-15. maí 2 1.083.000 587
Vestmannaeyjar Sjóve 29.-30. maí 2 403,300 215
Neskaupstađur Sjónes 4.-5. júní 1 417,670 232
Akranes Sjóskip 18.-19. júní 4 2.477,834 1.061
Bolungarvík Sjóís 2.-3. júlí 9 7.138,415 4.041
Ólafsvík Sjósnć 16.-17. júlí 3 719,070 370
Siglufjörđur Sjósigl 30.-31. júlí 2 1.093,140 598
Dalvík Sjóak 13.-14. ágúst 5 2.163,650 1.269
Alls 28 15.496,079 8.373

28 félagar Sjóís veiddu alls rúma 8.300 fiska sem vógu rúm 15,5 tonn boriđ saman viđ 28 stangir 2003 sem veiddu tćpa 5.300 fiska og sem vógu tćp 9,1 tonn. Félagiđ greiddi keppnisgjöld fyrir félaga sína á öll mótin utan heimamótsins auk ţess ađ ferđastyrkir voru veittir í flestum tilfellum. Auk ţessa útvegađi félagiđ félögum sínum sökkur, veiđigirni og öngla án endurgjalds. Ţess skal getiđ ađ fyrir tveimur vikum steyptum viđ nokkrir félagar vel á annađ hundrađ sökkur í ýmsum stćrđum og gerđum og ćtti ţví ađ vera nóg til á komandi sumri.

Ađalmót félagsins var haldiđ föstudaginn 2. og laugardaginn 3. júlí međ ţátttöku 41 keppenda frá átta félögum, 10 konum og 31 karli.
Glćsilegur árangur náđist í mótinu ţegar fimm Íslandsmet voru slegin og 17.822 fiskar veiddir sem vógu 29.880,280 kg. eđa 728,787 kg. ađ međaltali á veiđistöngina.
Nýju Íslandsmetin voru í sveitarkeppni og einstaklingskeppni kvenna og karla svo og í mestri međalveiđi á stöng. Eitt metanna kom í hlut Sjóís en Oddur Bjarnason dró 1.572 kg. og sigrađi í einstaklingskeppni karla.

Í mótinu tóku ţátt tólf bátar og var ađallega veitt á veiđislóđ undir Stigahlíđinni, Ritnum, Ađalvíkinni og úti fyrir Straumnesi. Fyrri daginn var veitt frá kl. 6.00 til kl. 14.00 en seinni daginn frá kl. 6.00 til kl. 13.00. Í mótinu veiddust átta tegundir fiska; ţorskur, ufsi, ýsa, karfi, steinbítur, sandkoli, lúđa og marhnútur. Tvö Sjóís tegundarmet voru slegin í mótinu, ţorskur sem vóg 16,410 kg. veiddist og veiđimađur Ţórir Sveinsson, Ísafirđi og ýsa 3,550 kg. veiđimađur Hjalti Kristófersson, Akranesi.

Sveit frá Akureyri sigrađi í sveitarkeppni kvenna međ 3.421 kg. og í karlaflokki sigrađi sveit einnig frá Akureyri međ 3.485 kg.
Í einstaklingskeppni kvenna sigrađi Sigfríđ Valdimarsdóttir, Sjóak međ 2.012 kg. en í öđru sćti varđ Sigrún Baldursdóttir, Ísafirđi međ 939 kg. Ţess má geta ađ aldrei áđur í sjóstangaveiđikeppni á Íslandi hefur einstaklingur veitt eins mikiđ magn og Sigfríđ veiddi en eldra metiđ var 1.250 kg. sem Árni Halldórsson, Sjóak átti.
Auk verđlauna fyrir sigur í sveita- og einstaklingskeppni var veitt verđlaun fyrir stćrstu fiska einstakra tegunda, fyrir stćrsta fisk mótsins, til aflahćsta heimamannsins, fyrir flestar veiddar tegundir og fyrir hćstu međalţyngd.

Aflahćsti skipstjórinn varđ Jón Halldór Pálmason og áhöfn hans á Pésa halta međ 5.136 kg. eđa 1.712 kg. ađ međaltali á veiđistöngina. Í öđru sćti varđ Eiríkur Ţórđarson og áhöfn hans á Björgu Hauks međ 4.378 kg. eđa 1.095 kg. ađ međaltali á veiđistöngina. Í ţriđja sćti varđ Sveinn Björnsson og áhöfn hans á Fiskinesi međ 2.882 kg. eđa 961 kg. ađ međaltali á veiđistöngina.

Innanfélagsmót félagsins var haldiđ laugardaginn 12. júní međ ţátttöku 14 veiđimanna á fjórum bátum. Róiđ var frá Bolungarvík kl. 10.00 og komiđ ađ landi kl. 16.00. Veitt var í blíđviđri og sléttum sjó undan Ađalvíkinni, undir Stigahlíđinni og á Deildinni. Alls veiddust 2.253 kg. ađ mestu ţorskur og ufsi, fáeinar ýsur og ein smálúđa. Aflahćsti veiđimađurinn var Hannes Kristjánsson međ 222 kg. Aflahćsti skipstjórinn var Ţórarinn Jóhannesson á bátnum Rán. Um borđ auk Ţórarins voru veiđimennirnir Hannes Kristjánsson, Sigrún Baldursdóttir og Ómar Ellertsson. Stćrsta fiskinn, ţorsk 11,22 kg., veiddi Guđmundur Ţorkelsson en nćst stćrsta fiskinn einnig ţorskur 10,56 kg. veiddi Ţuríđur Guđmundsdóttir.

Árangur keppenda Sjóís á landsvísu var allgóđur en fulltrúar frá félaginu náđu 5. sćtinu (Sigríđur Kjartansdóttir) og 10. sćtinu (Sigrún Baldursdóttir) í stigakeppni kvenna og 7. sćtinu í karlaflokki (Ţórir Sveinsson).

Niđurlag
Liđiđ sumar var félaginu hagsstćtt, glćsilegur árangur náđist í ađalmóti sumarsins, meiri afli kom ađ landi en nokkru sinni fyrir og mótiđ í alla stađi vel heppnađ.
Afla var í annađ skiptiđ landađ óslćgđum í land í öllum mótunum átta og létti til muna vinnuálagiđ af keppendum og bćtti međferđ aflans.
Á ţessu sumri verđur keppt eftir dálítiđ breyttum veiđireglum og mun nánar verđa komiđ inná ţađ hér á eftir. Ennfremur má nefna ađ aflatölur verđa nú skráđar inná sameiginlegan gagnagrunn landssambandsins í gegnum heimasíđu Sjól sem flýtir allri vinnslu. Stćrsta mál sumarins hjá okkur Sjóís-félögum er afmćlismótiđ í tilefni 20 ára afmćlisins. Ţar er stórt verk ađ vinna en búast má viđ fjölmenni enda eina afmćlismótiđ á sumrinu.

Ađ lokum vil ég ţakka međstjórnendum mínum og öđrum ţeim sem starfađ hafa fyrir félagiđ gott samstarf á liđnu starfsári.

30. apríl 2005
f.h. stjórnar Sjóís, Ţórir Sveinsson, formađur.