Skýrsla stjórnar SJÓÍS fyrir starfsáriđ 2007

Ágćtu félagar!

Ađalfundur fyrir starfsáriđ 2006 var haldinn 21. apríl 2007 og voru eftirtaldir kosnir í stjórn:

Stjórn og nefndir.

Í stjórn:                                      Ţórir Sveinsson, formađur
                                                  Hávarđur Bernharđsson, ritari
                                                  Sigríđur Jóhannsdóttir, gjaldkeri.
Í varastjórn:                              Oddur Bjarnason og Gunnar Ţorgilsson.
Skođunarmenn reikninga:     Jósefína Gísladóttir og Úlfar Ágústsson.
 

Starf stjórnar og félagsstarfiđ.
Alls voru haldnir fjórir bókađir fundir í stjórn auk nokkurra óbókađra funda mótsstjórnar á síđasta starfsári.
Starf stjórnarinnar var međ hefđbundnu sniđi og voru meginverkefnin ađ skipuleggja ađalmót félagsins svo og innanfélagsmótiđ.
Sjóís tekur virkan ţátt í starfsemi Landssamtaka sjóstangaveiđifélaga og hafa fulltrúar félagsins ćtíđ sótt ađalfundi landssambandsins en ađalfundur fyrir áriđ 2007 var haldinn 8. mars sl. á Akranesi og sóttu hann formađur Sjóís og Sigríđur Kjartansdóttir.
Félagatala í Sjóís var 29 félagar viđ skráningu í byrjun maí 2008.

Mót 2007 og ţátttaka Sjóís-félaga.
Ađalmótin átta á vegum Sjól, Landssambands sjóstangaveiđimanna, voru frá Patreksfirđi, Vestmannaeyjum, Neskaupstađ, Akranesi, Bolungarvík, Ólafsvík, Siglufirđi og Dalvík. Sumariđ 2007 var róiđ á 102 bátum og voru keppendur alls 369. Rúm 126 tonn veiddust og voru taldir 77.170 fiskar. Áriđ áđur var róiđ á 91 báti og voru keppendur 325, 150 tonn veiddurst og 84.944 fiskar.
Ţrátt fyrir fleiri veiđistangir veiddust fćrri fiskar og minni afli. Ţetta getur skýrst af ađ sumariđ 2007 var oft slćmt veđur a.m.k. annan veiđidaginn og dregur ţađ nćr oftast úr veiđi.
Öllum afla var landađ óslćgđum og er ţetta fimmta áriđ sem sú regla er í gildi.
 

Félagar í Sjóís kepptu á fimm mótum Sjól og var fjöldi og afli eftirfarandi:
keppnisstađur         félag    dagsetning    fj. frá Sjóís    afli kg.    fiskar
Patreksfjörđur             Sjór       18.-19. maí              1              349,00      264
Vestmannaeyjar         Sjóve     26.-27. maí              4          1.042,40      580
Akranes                       Sjóskip 15.-16. júní               2             282,72      238
Bolungarvík                 Sjóís        6. -7. júlí                  3             916,85      512
Siglufjörđur                  Sjósigl     3.-4. ágúst             2             733,20      454
Alls                                                                             12          3.524,17   2.048

Sex félagar Sjóís eđa 12 stangir tóku ţátt í mótunum og veiddu alls rúma 2.000 fiska sem vógu rúm 3,5 tonn boriđ saman viđ 24 stangir 2006 sem veiddu rúma 5.700 fiska og sem vógu tćp 10,7 tonn.
Félagiđ greiddi keppnisgjöld fyrir félaga sína á öll mótin utan heimamótsins auk ţess ađ ferđastyrkir voru veittir í flestum tilfellum. Annađ áriđ í röđ bauđ Sjósnć uppá veiđi međ tegundarbáti og tók einn félagi í Sjóís ţátt í mótinu og keppninni á tegundarbátnum. Afli veiđimannanna á tegundarmótinu er ekki inni í ofangreindum tölum. Sjóís útvegađi félögum sínum sökkur, veiđigirni og öngla án endurgjalds eins
og áđur. Sökkur voru steyptar í bílskúrnum hjá Ţórarinni eđa Ţóa í Bolungarvík og eru sökkurnar af ýmsum stćrđum og gerđum.

Ég vil vekja athygli fundarmanna á gagnagrunni landssambandsins á slóđinni www.sjol.is ţar sem skođa má aflatölur. Ţar kemur fram heildarstađan í viđkomandi móti jafnóđum og nýjar upplýsingar eru slegnar inn og birtast úrslit viđkomandi móts kl. 23.00 ađ kvöldi síđari keppnisdaginn. Ennfremur vil ég benda á slóđina www.sjostongin.is en ţar bitast einnig fréttir og fróđleikur um sjóstangaveiđimótin.

Ađalmót Sjóstangaveiđifélags Ísfirđinga 2007.
Ađalmót Sjóís var haldiđ föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí 2007 međ 27 keppendum, 6 konum og 21 karli, frá 7 félögum. Mótiđ er eitt af átta mótum á vegum Sjól, Landssamtaka sjóstangaveiđifélaga, ţar sem keppt er til Íslandsmeistaratignar í karla- og kvennaflokki og var mótiđ ţađ fimmta í röđinni á árinu. Róiđ var frá Bolungarvík á átta bátum ađallega á veiđislóđ undir Stigahlíđinni, Deildinni, Ritnum og Ađalvíkinni. Fyrri daginn var veitt frá kl. 6.00 til kl. 14.00 en seinni daginn frá kl. 6.00 til kl. 13.00. Alls veiddust 5.324 fiskar sem vógu 9.139,05 kg. eđa 351,50 kg. ađ međaltali á veiđistöngina. Níu tegundir veiddust; ţorskur, ufsi, ýsa, karfi, steinbítur, sandkoli, rauđspretta, lýsa og marhnútur.
Tvö Sjóís tegundarmet voru slegin í mótinu. Ýsa sem vóg 4,200 kg. veiđimađur Erlendur Guđjónsson, Sjór og marhnútur 0,543 kg. veiđimađur Guđrún Jóhannesdóttir, Sjóak.

Blönduđ sveit frá Sjóak og Sjósigl sigrađi í sveitarkeppni kvenna međ 1.243 kg. Önnur varđ sveit frá Sjóak međ 878 kg. Í karlaflokki sigrađi sveit frá Sjór međ 1.509 kg. Í öđru sćti varđ sveit frá Sjósigl međ 1.319 kg. og í ţriđja sćti blönduđ sveit frá Sjóak og Sjóskip međ 1.053 kg.

Í einstaklingskeppni kvenna sigrađi Guđrún Jóhannesdóttir, Sjóak međ 602 kg. Í öđru sćti varđ Sigríđur Rögnvaldsdóttir, Sjósigl međ 369 kg. og í ţriđja sćti Sigfríđ Ó. Valdimarsdóttir, Sjóak međ 324 kg.

Í einstaklingskeppni karla sigrađi Einar Kristinsson, Sjór međ 592 kg. Í öđru sćti varđ Ţórarinn Magnússon, Sjósigl međ 566 kg. og í ţriđja sćti Árni Halldórsson, Sjóak međ 517 kg.

Aflahćsti heimamađurinn varđ Ţórir Sveinsson međ 383 kg.

Auk verđlauna fyrir sigur í sveita- og einstaklingskeppni voru veitt verđlaun fyrir stćrstu fiska einstakra tegunda, fyrir stćrsta fisk mótsins, til aflahćsta heimamannsins, fyrir flestar veiddar tegundir og hćstu međalţyngd. Aukaverđlaun voru veitt fyrir ađ slá út gildandi Sjóís-met.

Aflahćsti skipstjórinn varđ Sigurđur Hjartarson og áhöfn hans á Sjófugli međ 1.761 kg. eđa 587 kg. ađ međaltali á veiđistöngina. Í öđru sćti varđ Guđmundur Einarsson og áhöfn hans á Ásdísi međ 1.189 kg. eđa 396 kg. ađ međaltali á veiđistöngina. Í ţriđja sćti varđ Sigurđur Hálfdánarson og áhöfn hans á Snjólfi međ 1.065 kg. eđa 332 kg. ađ međaltali á veiđistöngina.

Keppt var eftir “Reglum um sjóstangaveiđi”, sem settar voru á ađalfundi Sjól í Reykjavík 1. apríl 2006. Mótsstig, bátastig og bónusstig voru reiknuđ út samkvćmt stigagjöf Sjól fyrir karla annars vegar og fyrir konur hins vegar. Lágmarkslengd ţorsks var 45 cm. og ufsa 50 cm. en engar lágmarkslengdir giltu
fyrir ađrar tegundir fiska. Ítarleg mótaskrá međ öllum helstu upplýsingum um mótiđ var afhent keppendum á mótssetningu fimmtudaginn 5. júlí. Metaskrá yfir stćrstu fiska í mótum Sjól, Landssambands sjóstangaveiđifélaga, frá árinu 1991 til 1997 var birt í mótaskránni.

Auk ađstođarmanna, sem voru á mörgum bátanna, til ađ hjálpa keppendum ađ taka fiska af krókum, greiđa úr flćkjum og blóđga fiskinn, var trúnađarmađur á hverjum báti til ađ veita keppendum leiđbeiningar, rađa niđur á veiđistađi um borđ, útdeila nesti, útfylla aflaskýrslur, sjá um skiptingar á miđjum veiđitímanum og ađ tilkynna um lok veiđitímans báđa dagana ásamt ađ fylgjast almennt međ ađ allt fćri rétt fram. Dómnefnd skipuđ fulltrúum sjö félaga starfađi og barst engin kćra til nefndarinnar. Bryggjustjóri var tengiliđur á milli keppenda, báta og starfsfólks viđ mótiđ í landi. Aflinn var brúttóvigtađur áđur en hann fór í hús en vigtađ var á einum stađ undir stjórn vigtunarstjóra.

Mótiđ heppnađist í alla stađi hiđ besta. Á föstudaginn bauđ félagiđ uppá kjötsúpuna góđu og á laugardaginn fengu keppendur hressingu er í land var komiđ.

Mótssetningin á fimmtudaginn 5. júlí, tölur föstudagsins 6. júlí og lokahófiđ 7. júlí var haldiđ í veitingarhúsinu vaXson.is í Bolungarvík en dansleikur fór fram í Víkurbć ţar sem hljómsveitin Eurobandiđ lék fyrir dansi.

Innanfélagsmót 2007.
Ekki tókst ađ halda innanfélagsmót félagsins á árinu 2007. Mótiđ hafđi veriđ sett á dagskrá í júní en ţví var frestađ vegna anna félaga í Sjóís og var áćtlađ ađ halda ţađ ţess í stađ í september. Vegna óhagsstćđs veđurs allan septembermánuđ varđ ađ fella mótiđ niđur.

Niđurlag.

Á ţessum ađalfundi er Sjóís ađ ljúka sínu 22 starfsári frá ţví ađ félagiđ var formlega stofnađ 7. nóvember 1984. Áđur hafđi félagiđ starfađ óformlega í nokkur ár og ţá í tengslum viđ siglingadaga sem haldnir voru héđan frá Ísafirđi. Á ţessum 22 árum hefur auđvitađ skiptst á skin og skúrir í félagsstarfinu og má lýsa starfinu nú í lćgđ ef miđađ er viđ fjölda félaga sem tóku ţátt í mótum á vegum landssambandsins sumariđ 2007. Ekki eru ţađ fjárhagserfiđleikar sem eru ađ sliga félagiđ heldur vantar okkur nýja félaga sem viljugir eru ađ sćkja mót til ađ keppa fyrir hönd félagsins. Ţví hvet ég alla félagsmenn Sjóís ađ sćkja sem flest mót á hinum ýmsum stöđum á landinu á komandi sumri svo og ađ taka vikan ţátt í störfum félagsins.
Ég vil benda fundarmönnum á heimasíđu félagsins www.sjois.is en ţar eru fréttir, myndir og upplýsingar um starf félagsins. Ađ lokum vil ég ţakka međstjórnendum mínum og öđrum ţeim sem starfađ hafa fyrir félagiđ gott samstarf á liđnu starfsári.

27. september 2008
f.h. stjórnar Sjóís, Ţórir Sveinsson, formađur.